Er virkilega mánuður liðinn?
Blessuð öll sömul!
Í gær var einmitt mánuður liðinn frá því að við stóðum á flugvellinum - ásamt kílóunum okkar tvöhundruð - og kvöddum alla. Merkilegt hvað tíminn líður hratt.
Daði lofaði því að ég ætlaði af færa inn ferðasögu en þar sem ég nenni því enganveginn þá fáið þið bara stuttu útgáfuna:
Mættum út á völl á Íslandi snemma morguns þann 12.ágúst. Það tók smá stund að sannfæra starfsfólkið á flugvellinum um að Daði væri víst sumarstarfsmaður og að við ættum ekki að borga 160 kg yfirvikt (sumir gleymdu nefninlega starfsmannapassanum heima) en tókst. Á Arlanda tók ekkert betra við. Leigubíllinn sem við höfðum pantað kvöldið áður mætti ekki og þar sem við vorum með svo mikinn farangur þá urðum við að fara í svona stóran átta manna leigubíl. Við vöktum feiknamikla athygli þegar verið var að troða dótinu okkar í bílinn (með tvö hjól, golfsett, fjórar alvöru ferðatöskur, tvær íþróttatöskur og stóran poka sem geymdi rúmfötin). U.þ.b. tíu leigubílsstjórar röðuðu sér í kringum okkur og flissuðu og hlógu og reyndu að ráðleggja aumingjans leigubílstjóranum okkar hvernig best væri að koma dótinu fyrir í bílnum.
Anywayz, íbúðin okkar er ágæt í flesta staði. Rúmgóð, björt, vel staðsett og allt svoleiðis en agalaega bleik! Manneskjan sem bjó í íbúðinni á undan okkur var s.s. alveg blessunarlega laus við minnsta vott af smekk. Bleik forstofa, gult svefnherbergi skreytt með gylltum englum sem bera grænar slaufur, ferskjulit stofa með rómverskum tölustöfum og bleik elhúsinnrétting. Hún kunni reyndar ekki við að mála yfir flísarnar hjá vaskinum þannig að þær eru svona gamaldags brúnskræpóttar.
Við eyddum löngum tíma í Ikea, jafnvel enn lengri tíma í að setja fjandans dótið saman og svo byrjaði skólinn. Að tveimur gasalega léttum og auðveldum inngangsvikum liðnum (Sumir fengu sko 10.0 fyrir inngangsstærðfræðina - spurjið Daða hvað hann hafi fengið) hófst hið eiginlega nám. Daði er í vélarverkfræði en ég fékk mig færða yfir í eðlisverkfræðina. Af og til förum við í veislur og stundum skreppur Daði í golf.
Ég er s.s. að hlaupa í tíma núna þannig að endirinn varð hálf snubbóttur. Þarf reyndar að segja ykkur frá mögnuðustu veislu í heimi. Þessi veisla var haldin um helgina og svo skemmtilega vildi einmitt til að við Daðaspaði vorum þar viðstödd.
Í gær var einmitt mánuður liðinn frá því að við stóðum á flugvellinum - ásamt kílóunum okkar tvöhundruð - og kvöddum alla. Merkilegt hvað tíminn líður hratt.
Daði lofaði því að ég ætlaði af færa inn ferðasögu en þar sem ég nenni því enganveginn þá fáið þið bara stuttu útgáfuna:
Mættum út á völl á Íslandi snemma morguns þann 12.ágúst. Það tók smá stund að sannfæra starfsfólkið á flugvellinum um að Daði væri víst sumarstarfsmaður og að við ættum ekki að borga 160 kg yfirvikt (sumir gleymdu nefninlega starfsmannapassanum heima) en tókst. Á Arlanda tók ekkert betra við. Leigubíllinn sem við höfðum pantað kvöldið áður mætti ekki og þar sem við vorum með svo mikinn farangur þá urðum við að fara í svona stóran átta manna leigubíl. Við vöktum feiknamikla athygli þegar verið var að troða dótinu okkar í bílinn (með tvö hjól, golfsett, fjórar alvöru ferðatöskur, tvær íþróttatöskur og stóran poka sem geymdi rúmfötin). U.þ.b. tíu leigubílsstjórar röðuðu sér í kringum okkur og flissuðu og hlógu og reyndu að ráðleggja aumingjans leigubílstjóranum okkar hvernig best væri að koma dótinu fyrir í bílnum.
Anywayz, íbúðin okkar er ágæt í flesta staði. Rúmgóð, björt, vel staðsett og allt svoleiðis en agalaega bleik! Manneskjan sem bjó í íbúðinni á undan okkur var s.s. alveg blessunarlega laus við minnsta vott af smekk. Bleik forstofa, gult svefnherbergi skreytt með gylltum englum sem bera grænar slaufur, ferskjulit stofa með rómverskum tölustöfum og bleik elhúsinnrétting. Hún kunni reyndar ekki við að mála yfir flísarnar hjá vaskinum þannig að þær eru svona gamaldags brúnskræpóttar.
Við eyddum löngum tíma í Ikea, jafnvel enn lengri tíma í að setja fjandans dótið saman og svo byrjaði skólinn. Að tveimur gasalega léttum og auðveldum inngangsvikum liðnum (Sumir fengu sko 10.0 fyrir inngangsstærðfræðina - spurjið Daða hvað hann hafi fengið) hófst hið eiginlega nám. Daði er í vélarverkfræði en ég fékk mig færða yfir í eðlisverkfræðina. Af og til förum við í veislur og stundum skreppur Daði í golf.
Ég er s.s. að hlaupa í tíma núna þannig að endirinn varð hálf snubbóttur. Þarf reyndar að segja ykkur frá mögnuðustu veislu í heimi. Þessi veisla var haldin um helgina og svo skemmtilega vildi einmitt til að við Daðaspaði vorum þar viðstödd.