Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

söndag, oktober 02, 2005

Bissí

Jæja, nú er skólinn kominn á fullt og allt sem því fylgir. Mér leiddist svolítið í upphafi annarinnar og þar sem slíkt hefur skelfilegar afleiðingar fyrir námsárangur minn og lífsgleði ákvað ég að fylla aðeins upp í allan þennan frítíma.











Íþróttir

Keypti mér kort í KTH-hallen í vikunni og mæti nú minnst tvisvar í viku í box og bodypump með bekkjarsystur minni.

Auk þess mætir stelpan á fótboltaæfingar með deildarliðinu og er nú aðallljósmyndari liðsins ásamt því að vera heiðursmeðlimur í aðdáendaklúbbnum.
Önnur skólasystir mín kennir fimleika í frístundum sínum og ég er búin að lofa að mæta við tækifæri á æfingu með henni og hjálpa aðeins til.

Nefndarstörf

Ég er með í nefndinni sem sér um að halda partí, mæta í partí og reka barinn í nemendaaðstöðunni.
Ég er meðlimur í nefndinni sem sér um tengsl nemenda við atvinnulífið.

Nýjasta uppátækið er að troða sér í danshópinn í skólaleikritinu. Frumsýnt verður í vor, síðan verða sýningar teknar upp aftur næsta haust þegar nýnemarnir mæta auk þess sem skroppið verður í sýningarferð til Finnlands.

Auk þess tekur maður að sér að hjálpa til þar sem þess er þörf, t.d. að elda mat fyrir nýnemaballið á laugardaginn og sjá um stöð í leikjunum fyrir veisluna. Þemað fyrir kvöldið er súperleynilegt og ég hlakka ótrúlega mikið til. Hélt að ég mundi aldrei aftur fá tækifæri til að fara í svona búning aftur.

Ah...ég hlakka svo til vetrarins. Hlakka meira að segja svo mikið til að ég er búin að reikna heimadæmin í mekaník sem eiga að skilast inn á þriðjudaginn og ætla núna að læðast undir sæng og lesa mér til um polarisation og dípóla sem prófað verður úr í teoretískri elektrotekník á miðvikudaginn.