Óheppnin virðist elta mig á röndum
Nágranninn okkar hann Mattías er að koma í mat til okkar á eftir og ég var búin að laga þetta líka fína lasanja. Allt í rosa flottum aðskildum lögum, pasta, kjötsósa og ostasósa, og svo þetta líka fína skreytingarlag af rifnum osti. Þegar ég var að setja fatið mitt í ofninn þá gerðist e-ð dularfullt og fína fatið með fallega matnum rann úr höndunum á mér og niður á ofnskúffuna. Fínu lögin mín blönduðust saman og urðu að lasanjadrullumalli. Ég setti nýtt skreytingarlag af rifnum osti á lasanjað mitt. Núna er ég með drullumall í dulargervi í ofninum. Vonandi tekur Mattías ekki eftir neinu. Mig langar að fara að gráta. Og enginn skilur sorg mína nema kannski Hanna Rut og hún er og upptekin við að sauma til að lesa bloggið okkar.
Aumingja ég.
Aumingja ég.