Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

lördag, oktober 22, 2005

Þegar lífið verður of ljúft

...þá verður maður að hafa fyrir því að flækja það aðeins

Ég er í prófum. Flestir í árgangnum mínum hafa eytt vikunni í að kvarta og kveina undan álagi. Ég var aftur á móti sjálfri mér lík og bætti aðeins á. Fyrst tók ég fimm tíma TET-próf (teoretisk elektroteknik) eftir hádegi á miðvikudag. Á fimmtudag skilaði ég inn sönnuninni minni á The Riemann Mapping Theorem. Fyrir hádegi á föstudag var fjögurra tíma aflfræðipróf. Sniðuga fólkið var þegar búið að klára fræðilega hlutann af prófinu og þurfti bara að leysa dæmin. Ég var ekki ein af þeim og þurfti þess vegna að leysa átta tíma próf á fjórum tímum. Svo á mánudaginn er stærðfræðiprófið. Sniðuga fólkið er búið að klára skriflega hlutann og þarf bara að mæta í munnlegt próf. Ég er ekki sniðugt fólk og þarf þess vegna að byrja á þriggja tíma prófi (er reyndar búin með meirihlutann, þarf bara að leysa eitt dæmi af fjórum) áður en ég má taka munnlega hlutann.

Mikið svakalega verður gott að setjast niður á mánudagskvöldið - ætli maður taki sér ekki smá pásu frá lærdómnum þá.