Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

söndag, mars 13, 2005

Barnaefni

Er að horfa á barnaefnið á sænskri sjónvarpsstöð. Þættinum svipar til Pílu á margan hátt, nema hvað þáttastjórnandinn er fyndnari, þrautirnar klikkaðri og allur þátturinn í raun súrari. Þáttastjórnanndinn er í bláum jakkafötum, gógó-stelpurnar í rauðröndóttum sokkabuxum og bolum og svörtum stuttum pilsum. Áðan fékk eitt liðið séns á bónusspurningu, 10 stig ef þær svöruðu rétt en ef þeim mistækist þá átti e-ð vandræðalegt að gerast. Að sjálfsögðu var spurningin allt of erfið til að stelpurnar, uþb. 10 ára, ættu nokkurn séns, stjórnandinn öskrar "PINSAMT" og inn á sviðið æðir pabbi einnar og spilar á luftgitar. Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið.

Þessi þáttur næst á Íslandi líka svo ef þið vaknið e-n tíman nógu snemma á sunnudagsmorgni þá heitir þátturinn Amigos og er sýndur á SVT2.