Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

onsdag, december 08, 2004

Ójá...

Fór í skólann í dag. Ég var þreytt og mygluð og höndlaði engan veginn að vera þarna. Þurfti samt eiginlega að skila inn síðustu heimadæmunum í áfanganum og þetta var nú síðasti tíminn og kennarinn ætlaði að tala um munnlega prófið í næstu viku. Þar sem ég sit í sætinu mínu og læt mér líða illa heyrist í kennaranum: ,,Já, það hefur verið siður í þessum skóla að nemendur í doktorandkúrsum skili bara inn heimadæmum og taki ekkert próf. Ég hef ákveðið að hafa það svipað. Hér eru heimadæmin úr síðustu viku og ég er búinn að skrifa lokaeinkunnirnar ykkar þarna á, ef þið eruð óánægð með þessa einkunn þá verður próf í næstu viku sem þið getið tekið." Ég fékk heima dæmin mín til baka og á þeim stóð: ,,Slutbetyg: 5 " (sem er hæsta einkunn möguleg) Síðan kom í ljós að ég var ein í bekknum með fullt hús stiga fyrir heimadæmin mín s.s. ég var hæst í bekknum...JESS!!!
Þetta hefur svo í för með sér að í stað þess að klára próf 16.des, þá eru sumir búnir 13. desember með prófatörn sem samanstóð af tveimur prófum...Uhh...JESS!!!

Nú er bara að fara að byrja að læra umhverfiseðlisfræðina, skila inn ritgerðinni um kjarnasamrunann og rúlla þessu upp...