Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

tisdag, oktober 03, 2006

Nýtt blogg

Jæja þá er ég líka kominn með nýtt blogg!

svenolof.wordpress.com

Badaboom, badabing!

fredag, september 08, 2006

Ég er komin með nýtt blogg

hultis.blogspot.com

Á samt eftir að nenna að gera fínt á því.

torsdag, augusti 03, 2006

Verslunarmannahelgin

Las ótrúlega fyndna grein á www.timesonline.co.uk um Þjóðhátíð í Eyjum. Bara snilld, read it.

torsdag, juli 27, 2006

Éttu Skíttu

Ég og Hulda ætluðum að fá okkur eitthvað gott í Bitabæ um daginn og langaði Huldu í samloku. Bitabær var reyndar étinn af okurbúllunni Aktu Taktu fyrir nokkrum árum en samlokurnar voru ennþá jafn góðar. En já, við stoppuðum sem sagt og Hulda ætlaði að panta sér samlokutilboðið sem hafði verið í gangi, kók og samloka á 399 krónur. Nú var tilboðið búið og Hulda vildi bara fá sér samlokuna (með skinku, osti, ananas og sinnepssósu). Þá fengum við að vita að bara samlokan kostaði 570 kall! 570 íslenskar krónur, hvaða andskotans okur er þetta? 570 kall fyrir tvær brauðsneiðar, ost, auma skinkusneið, hálfa hakkaða ananasskífu og slettu af sinnepssósu. Ætli efniskostnaðurinn sé ekki heilar 50 krónur í mesta lagi? Skítabúlla.

onsdag, juli 12, 2006

Ein króna

Ásdís Eir á afmæli í dag (til hamingju Ásdís) en það er ekki það sem er mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að hún heldur afmælið sitt í Heiðmörk eins og í fyrra, enda var algjör snilldarhugmynd að halda þetta þar. Og það mikilvægasta er að ég ætla að vinna alla í eina krónu. Alla.

onsdag, juni 28, 2006

Of fyndið

fredag, juni 16, 2006

Fyndið piss

Rúðupissið á afturrúðunni á Golfinum er bilað þannig ef ég sprauta því þá fer það bara beint aftur í stað þess að enda á rúðunni. Það vekur gríðarlega lukku á götum Reykjavíkurborgar þegar ég stoppa á rauðu ljósi með bíl fyrir aftan mig og "pissa" á hann. Alveg einstaklega gaman að horfa í baksýnisspegilinn og sjá ökumanninn fyrir aftan skellihlæjandi.