Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

lördag, oktober 22, 2005

Þegar lífið verður of ljúft

...þá verður maður að hafa fyrir því að flækja það aðeins

Ég er í prófum. Flestir í árgangnum mínum hafa eytt vikunni í að kvarta og kveina undan álagi. Ég var aftur á móti sjálfri mér lík og bætti aðeins á. Fyrst tók ég fimm tíma TET-próf (teoretisk elektroteknik) eftir hádegi á miðvikudag. Á fimmtudag skilaði ég inn sönnuninni minni á The Riemann Mapping Theorem. Fyrir hádegi á föstudag var fjögurra tíma aflfræðipróf. Sniðuga fólkið var þegar búið að klára fræðilega hlutann af prófinu og þurfti bara að leysa dæmin. Ég var ekki ein af þeim og þurfti þess vegna að leysa átta tíma próf á fjórum tímum. Svo á mánudaginn er stærðfræðiprófið. Sniðuga fólkið er búið að klára skriflega hlutann og þarf bara að mæta í munnlegt próf. Ég er ekki sniðugt fólk og þarf þess vegna að byrja á þriggja tíma prófi (er reyndar búin með meirihlutann, þarf bara að leysa eitt dæmi af fjórum) áður en ég má taka munnlega hlutann.

Mikið svakalega verður gott að setjast niður á mánudagskvöldið - ætli maður taki sér ekki smá pásu frá lærdómnum þá.

söndag, oktober 16, 2005

Ég geri það af því að mig langar til þess

... ekki af því að þið segir mér að gera það.

1. Það fer í taugarnar á mér að vera kölluð nörd. Ekki uppnefni ég rauðhært fólk.

3. Ég elska skó, töskur og föt. Bann við að klæðast pilsum og kjólum er hugsanlega það eina sem gæti fengið mig í hungurverkfall.

2. Ég get ekki sofið ef annaðhvort öklarnir eða úlnliðirnir standa undan sænginni. Þá skiptir engu máli hversu heitt er í herberginu.

4. Ég elska að standa á sviði. Á erfitt með að fara á leik- eða danssýningar vegna þess að ég væri svo miklu frekar til í að vera með í sýningunni.

5. Heilinn á mér dettur úr sambandi þegar lítið er að gera. Þá geri ég ekki neitt.

söndag, oktober 09, 2005

Kannast einhver við þemað?



tisdag, oktober 04, 2005

Gilmore Girls

Var að horfa á fyrstu þættina í nýju seríunni af Gilmore Girls í gær. Komst að því mér til skelfingar að hin óþolandi Paris minnti mig allt of mikið á sjálfa mig.

söndag, oktober 02, 2005

Bissí

Jæja, nú er skólinn kominn á fullt og allt sem því fylgir. Mér leiddist svolítið í upphafi annarinnar og þar sem slíkt hefur skelfilegar afleiðingar fyrir námsárangur minn og lífsgleði ákvað ég að fylla aðeins upp í allan þennan frítíma.











Íþróttir

Keypti mér kort í KTH-hallen í vikunni og mæti nú minnst tvisvar í viku í box og bodypump með bekkjarsystur minni.

Auk þess mætir stelpan á fótboltaæfingar með deildarliðinu og er nú aðallljósmyndari liðsins ásamt því að vera heiðursmeðlimur í aðdáendaklúbbnum.
Önnur skólasystir mín kennir fimleika í frístundum sínum og ég er búin að lofa að mæta við tækifæri á æfingu með henni og hjálpa aðeins til.

Nefndarstörf

Ég er með í nefndinni sem sér um að halda partí, mæta í partí og reka barinn í nemendaaðstöðunni.
Ég er meðlimur í nefndinni sem sér um tengsl nemenda við atvinnulífið.

Nýjasta uppátækið er að troða sér í danshópinn í skólaleikritinu. Frumsýnt verður í vor, síðan verða sýningar teknar upp aftur næsta haust þegar nýnemarnir mæta auk þess sem skroppið verður í sýningarferð til Finnlands.

Auk þess tekur maður að sér að hjálpa til þar sem þess er þörf, t.d. að elda mat fyrir nýnemaballið á laugardaginn og sjá um stöð í leikjunum fyrir veisluna. Þemað fyrir kvöldið er súperleynilegt og ég hlakka ótrúlega mikið til. Hélt að ég mundi aldrei aftur fá tækifæri til að fara í svona búning aftur.

Ah...ég hlakka svo til vetrarins. Hlakka meira að segja svo mikið til að ég er búin að reikna heimadæmin í mekaník sem eiga að skilast inn á þriðjudaginn og ætla núna að læðast undir sæng og lesa mér til um polarisation og dípóla sem prófað verður úr í teoretískri elektrotekník á miðvikudaginn.