Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

fredag, november 26, 2004

Heima er best

Ég var að fatta það að það eru bara 25 dagar í að við komum “heim” um jólin! Mér líður eins og það hafi bara verið í gær sem ég vaknaði með hnút í maganum yfir því að vera að fara út á flugvöll (allhressilegan rembihnút btw). Annars fáum við heilan mánuð í jólafrí (óóójá), frá 17. desember til 17. janúar. Þetta þýðir að við munum vera rúmar þrjár vikur á landinu sem er náttúrulega bara snilld. Það verður samt skrýtið að fara “heim” í jólafrí og fljúga svo heim aftur eftir jólafrí...
25 dagar í “heim”komu, æðislegt! Það þýðir samt að það eru bara tvær vikur í próf... Shit.

onsdag, november 17, 2004

Kabúmm!

Alltaf gaman að kíkja á fréttirnar hérna og átta sig á því að maður býr í 9 milljón manna samfélagi. Hér í Stokkhólmi, réttara sagt í 10 mínútna göngufjarlægð frá húsinu okkar, var framið rán. Peningabíll (svona flutningabíll sem flytur peninga) var rændur með byssum og öllu tilheyrandi. Ræningjarnir losuðu sig svo við hann á lestarstöðinni Ropsten sem ég og Hulda förum í gegnum á hverjum degi. Þetta væri varla frásögum færandi nema hvað að þeir SPRENGDU bílinn í loft upp beint fyrir utan lestarstöðina. Núna er löggan á nálunum því það gæti verið meira sprengiefni á svæðinu. Eitt er víst, ég ætla ekki að labba yfir þetta bílastæði aftur.

måndag, november 08, 2004

Góð helgi

En hvað það er yndislegt að koma heim núna þegar maður getur bara kveikt á sjónvarpinu! Já hinn yndislegi nágranni okkar Matthias (þessi sem dó næstum úr matareitrun eftir matarboð hjá okkur) fór með okkur í Täby þar sem við keyptum þetta fína 28" Thomson sjónvarpstæki á 1990 SEK. Ef það er eitthvað sem maður hefur lært hérna þá er það að ódýrt = gott. Það var ekki nóg að fara með okkur til Täby því um kvöldið ætlaði hann að sýna okkur næturlíf Stokkhólms borgar. Við fórum því niður í bæ í kringum 19:00, fengum okkur að borða á ágætis veitingastað (með kúrekaþema!) og þræddum svo staðina. Ég held að besta lýsingin á bæjarferðinni sé í myndformi.

Annars er bara allt gott að frétta, mamma og pabbi koma á fimmtudaginn og er þeirri heimsókn beðið með mikilli eftirvæntingu (fyrir utan stórþrifin sem verða á miðvikudag). Annars líður tíminn ótrúlega hratt hérna, bara mánuður í próf... Så är det bara att hoppas på att tentamerna blir roliga (inte en chans).

torsdag, november 04, 2004

Allt að gerast

Ég var að koma af dansæfingu áðan - er semsagt í moderntímum einu sinni í viku. Það er alveg hreint ágætt, 90 mín af puði og síðan fylgja tveir dagar af hressilegum harðsperrum. Í dag fékk ég nýjan kennara og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég er ekki hið minnsta listræn. Ekki einu sinni pínulítið. Tíminn hófst á því að við áttum að rölta um salinn við píanóundirleik og "finna fyrir gólfinu". Það gekk svosem ágætlega - fann að sjálfsögðu engan veginn kraftinn úr gólfinu en slíkt má feika - en svo áttum við að láta mjaðmirnar ráða ferðinni. Þ.e. mjaðmirnar áttu að draga restina af líkamanum í óvæntar stefnur. NEI! Mjaðmirnar og hendurnar geta bara engan veginn komið mér á óvart! Og svo er þetta líka asnaleg æfing. Verst var að hinar pæjurnar í hópnum tóku þetta afskaplega alvarlega og einbeitningin skein úr augunum á þeim er þær þeyttust um gólfið eins og drottingar. Þær mundu leika amöbur ef þeim væri sagt að gera það.

Svo kom að jafnvægisæfingum. Það gekk bara ágætlega alveg þangað til kennarinn ákvað að við ættum að ímynda okkur að við værum fuglar á flugi. Ég missti jafnvægið og datt.

Annars er bara flest gott af okkur að frétta, mættum á Íslendingasamkomu í gær, erum boðin í hallóvín partí á laugardaginn OG erum búin að festa kaup á badmintonspöðum. Janus og Sigrún koma í heimsókn eftir akkúrat viku sem en náttla bara skemmtilegt. Nú liggjum við á hnjánum og þrífum gólfin með tannburstum. Nei ég er bara að plata. Ætli maður baki ekki bara snúða.