Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

söndag, januari 30, 2005

Vinir

Eru Friends hið fullkomna sjónvarpsefni?

söndag, januari 23, 2005

Kokkur án klæða

Amerískur kjúklingur með þykkri húð, tómötum, beikoni og persiljusmjöri

Hráefni (fyrir fjóra):

Tveir kjúklingar (ca. 800 grömm)
Salt 1-1 1/2 tsk
Pipar 3 tsk
Smjör eða smjörlíki 1-2 msk
Húðin
Franskt sinnep 2-3 msk
Rasp 1 1/2 dl
Meðlæti
Litlir tómatar 4-6 st
Beikon 75 g
Persiljusmjör
Smjör eða smjörlíki 50 g
Ferskur sítrónusafi 1-2 tsk
Salt, pipar
og fersk persilja 4 msk

Afþíðið kjúklinginn og skerið hann í helminga. Byrjið á því að nudda hann með salti og pipar. Leggið kjúklinginn í smurt eldfast mót og steikið hann í ofni í u.þ.b. 30 mínútur við 200°C hita.
Eftir að kjúklingurinn er settur í ofninn er best að hræra smjörið við sítrónusafann, salt og pipar og persilju. Formið það í litla rúllu og geymið svo í ísskápnum þangað til maturinn er borinn fram.
Takið kjúklinginn út úr ofninum eftir ca. 30 mínútur og aukið hitann í 225°C. Úrbeinið kjúklinginn en passið ykkur að helmingarnir haldist heilir. Smyrjið kjúklinginn með sinnepinnu og stráið raspinu yfir. Setjið kjúklinginn aftur inn í ofninn og steikið hann í u.þ.b. 10-15 mínútur til viðbótar. Gott ráð er að opna ofninn við og við og ausa matarfeitinu yfir kjúklinginn. Þannig fæst góður litur á kjúklinginn og húðinn bragðast betur. Setjið tómatana við hliðina á kjúklingnum.
Steikið því næst beikonið á pönnu rétt áður er maturinn er borinn fram. Gott er að láta fituna renna af beikoninu á eldhúspappír.
Takið kjúklinginn út úr ofninum og setjið í fat. Setjið beikonið ofan á kjúklinginn og tómatana við hliðina á. Takið svo persiljusmjörið út úr ísskápnum og skerið í þunnar sneiðar til að setja á kjúklinginn.
Berið kjúklinginn gjarnan fram með pasta og grænu salati með sítrónum eða soðnu brokkolí og béarnaise sósu.

Hver segir svo að karlmenn kunni ekki að elda?

tisdag, januari 18, 2005

Getið hver vann báða stærðfræðikúrsana sína...

måndag, januari 17, 2005

Byrjar vel

Skróp í forritunarfyrirlestri á fyrsta degi. Svona á að gera þetta.

söndag, januari 16, 2005

It's alive!!

En hvað það er frábært að vera kominn heim. Já, heim! Við komum til Stokkhólms síðasta föstudag eftir yndislegt jólafrí heima á Íslandi. Aðaldagskráin hjá mér var eftirfarandi: Sofa, borða, sofa, borða, hitta fólk, sofa, borða, sund, sofa, borða, hitta fólk, sofa og borða. Eftir þetta átakamikla frí er því gott að vera kominn heim til að slaka á og byrja í skólanum.

Maður nennti einhvern veginn ekki að blogga þegar maður var "heima" en sá tími er liðinn. Bloggið vaknar nú af værum blundi nú þegar fjörið byrjar. Við munum segja frá öllu því fréttnæma sem gerist í okkar lífi hér í Svíaríki. Hvort sem það verða spennandi stærðfræði- eða eðlisfræðidæmi, flókin forritun, misheppnuð matarboð eða sveittar sögur úr gymminu (ætli Hulda byrji í ræktinni líka?).