Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

fredag, februari 25, 2005

Múltínasjónal

Stærðfræðikennarinn minn er Írani.
Eðlisfræðikennarinn minn er Kínverji.
Dæmatímakennarinn minn í eðlisfræði er Englendingur.

Hver og einn talar sitt afbrigði af sænsku en Englendingurinn er skemmtilegastur
, sérstaklega þegar hann ber fram orðið vektor. Hann hljómar eins og hann loki aldrei munninum þegar hann talar.

fredag, februari 18, 2005

Og ég er stolt af sjálfri mér...

tisdag, februari 15, 2005

Jæja, nú er maður orðinn aðeins stærri og vitrari...

Ég var í strætó í gær. Lítil skotta, svona u.þ.b. tíu ára, settist hjá mér og spurði mig hvort hún mætti nokkuð fá símann minn lánaðan. Þegar ég hafði sannfært sjálfa mig um að hún væri ekki líkleg til að ræna honum þá rétti ég henni símann. Stelpan slær inn númerið og þegar viðmælandinn svarar þá heilsar hún og spyr hvort að hann vilji nokkuð vera memm!

söndag, februari 13, 2005

Ammlídag

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á aaafmæli hún Huuulda,
hún á aaafmæli í dag!

Jeij!

Til hamingju með afmælið elskan :)

onsdag, februari 09, 2005

Bollur smollur

Hér í Svíþjóð borðar fólk ekki rjómabollur. Hér borðar fólk betri rjómabollur, svokallaðar semlur. Semlur eru brauðbollur með einhvers konar möndlumarsípani (mandelmassa á sænsku) og rjóma innan í og svo flórsykur ofan á. Að sjálfsögðu bökuðum ég og Hulda (*hóst* Hulda *hóst*) semlor í gærkvöldi svo við gætum notið þeirra á bollutímanum (ég held að official dagurinn sé í dag).

Ef einhver tók ekki eftir því þá er myndasíðan komin aftur upp! Við þökkum Sveinbirni æðislega vel fyrir. Sveinbjörn þér er boðið í semlur.

tisdag, februari 01, 2005

Aha!

Alltaf þegar ég ætla að leigja eða downloada (löglega, eh...) mynd þá veit ég aldrei hvað mig langar að sjá. Samt er manni alltaf að detta í hug einhverjar myndir sem maður á eftir að horfa á. Hver kannast ekki við að vera úti að labba og allt í einu; "Heyrðu ég hef aldrei séð Taxi Driver, best að muna eftir því næst!". Aldrei. Aldrei man maður. Alltaf þegar maður fer út á leigu þá stendur maður eins og auli í hálftíma og velur svo bara einhverja nýja mynd því maður hefur ekki hugmynd um hvað mann langar að sjá. En ekki lengur! Ég hef búið til skjal þar sem ég mun skrifa niður allar myndir sem ég á eftir og langar að sjá. Næst þegar ég leigi/downloada mynd þá verður það Taxi Driver eða Godfather serían en ekki Princesse Diaries 2.