Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

fredag, maj 06, 2005

Stelpur

Ég umgengst ekki kvenfólk lengur. Ég er eina stelpan í bekknum og það eru heldur engar stelpur í vinahópnum hans Daða. Okkar bestu vinir eiga ekki kærustur. Eftir níu mánuði í útlöndum er svo komið að ég panikka ef kvenmaður kemur nálægt mér. Svitna í lófunum, tapa áttum og finn ekki upp á neinu að segja. Hvað ef ég geri e-ð vitlaust? Kannski vill hún aldrei tala við mig aftur. Ætli hún vilji verða vinkona mín?

Kem svo heim, brosandi eins og sól í heiði, og segi Daða mínum frá því að ég hafi sko talað við stelpu í dag. Fer svo alveg í köku þegar ég man að ég hef ekki hugmynd um hvort að stelpan hafi heitið eitthvað.