Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

måndag, augusti 29, 2005

Bavaria 42Match


Svona skútu stýrði ég í gær.

lördag, augusti 27, 2005

Öskubuska

Eftir tvær klukkustundir hefst veisla í skólanum. Þriggja rétta kvöldverður með skemmtiatriðum og dansleikur á eftir. Ég má ekki fara á ballið því ég á ekki nógu fínan kjól. Í stað þess þarf ég að sitja heima og láta mér leiðast. Hvar eru mýsnar þegar maður þarf á þeim að halda?

torsdag, augusti 25, 2005

Lífið er fallegt

Nú erum við komin aftur til Svíðþjóðar. Í litlu íbúðina okkar á fallegu eyjunni okkar. Mikið svakalega notalegt er að búa í þessu frábæra landi. Síðustu kvöld hafa farið í að hitta aftur gömlu félagana og koma lífinu aftur í samt far. Í gær var kynningarpartí fyrir nýnemana á Eðlisfræðideild. Partíið var ágætlega heppnað, nýnemarnir fóru heim snemma svo okkur hinum gafst tími til að heilsa upp á hvort annað. Í kvöld var svo grill hjá nágrannanum sem lagðist svo illilega í rauðvínið að hann sofnaði áður en við komust alla leið yfir í næstu íbúð á sömu hæð. Mér fannst það skrítið þar til að ég fattaði að hann hafði skipt fjórum flöskum af rauðvíni á milli fjögurra einstaklinga. Men, ég var að klára heila flösku af rauðvíni! Ég held ég fari að pissa...

fredag, augusti 19, 2005

Heima

Eftir sólarhring verðum við komin heim í litlu íbúðina okkar. Þótt það sé pínu leiðinlegt að kveðja alla á Íslandi þá get ég ekki að því gert að hlakka til að komast heim. Heim í rúmið mitt, eldhúsið og stofuna. Ég held ég byrji á að leggja mig þegar ég kem heim. Fara svo út í búð, kaupa í matinn og hella upp á kaffi í litlu kaffikönnunni minni. Sitja í elhúsinu í rauðu sandölunum mínum og skoða nýjasta slúðrið í bæjarblaðinu. Kannski maður baki bara kanilsnúða.

torsdag, augusti 11, 2005

Keila

Við fórum í keilu um daginn. Okkur finnst ógeðslegt að vera umlukin sígarettureyk svo við spiluðum á reyklausu svæði. Klukkan var orðin vel eftir kvöldmat, stemningin var notaleg og það eina sem vantaði uppá var kanna af öli. Þá komumst við að því að staðurinn seldur ekki bjór á reyklausa svæðinu. Eina leiðin til að fá að kaupa áfengi var að setjast annaðhvort inn á barinn eða spila í reyknum.

torsdag, augusti 04, 2005

Ætli það sé hægt að deyja úr leiðindum?