Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

söndag, september 25, 2005

Sumarið 2005















Lífið var svo ótrúlega ljúft í sumar. Að liggja í grasinu og spila teningaspil, algjörlega laus við kvíða og stress. Ég tárast við að rifja upp þessar stundir. Einakróna í Heiðmörk, seglbretti á Laugarvatni, tíu þúsund á Austurvelli. Við toppuðum frelsisauglýsingarnar... OFT!

måndag, september 19, 2005

Skólinn

Bíddu nú við... Hvernig á maður aftur að nota þetta? Og hvað heitir þetta skrípatól nú aftur? Jááá lyklaborð... Og þetta er þá Blogger? Hvað meinarðu netvafri? Ahh, ég opna hann fyrst og fer svo í Blogger? Já ok... Maður skrifar sem sagt þarna? Og ýtir svo á þennan takka til að birta? Ok, kúl.

En já, skólinn. Skólinn er byrjaður aftur og er ég í ágætis kúrsum, Hållfasthetslära (Burðarþolsfræði), Mekanik II (Aflfræði II) og Differentialekvationer I (Diffurjöfnur I). Það er reyndar analmikið að gera núna, 2 próf og 2 skiladæmi á einni viku er alltaf hressandi. Fyrirlesararnir (eða segir maður kennararnir?) eru ágætir og allir sænskir, sem er góð tilbreyting. Sá sem er með Diffurjöfnukúrsinn er reyndar slakastur, greinilega einhver snillingur og það fylgir þeim stundum að þeir eru ekki nógu góðir að koma efninu frá sér. Mæli með að fólk kíki á heimasíðuna hans þar sem hann er með mjög hressa mynd af sér ásamt fleiru skemmtilegu, eins og t.d. lista yfir áhugamál hans innan stærðfræðinnar (listi sem allt venjulegt fólk fær höfuðverk af að lesa). Það er einn náungi með mér í öllum fyrirlestrum sem kryddar alltaf vel upp á daginn. Kannist þið ekki við týpuna sem spyr alltaf heimskulegra spurninga, talar alltaf mjög hátt og er svona almennt mjög hress? Hann er einn af þeim, mjög skemmtilegur. Svo er hann líka frá Íran að ég held og er þ.a.l. með mjög skemmtilegan hreim.

Annars litu Haukur og Hrönn í heimsókn í gær og gæddu sér á dýrindis heimabökuðum kanelsnúðum, þau voru í helgarferð í Stokkhólmi með vinnunni hans Hauks. Það var mjög fyndið hvað manni fannst maður vera á Íslandi þegar maður fékk svona stutta heimsókn.

Svo er margt á döfinni, mamma og amma koma í heimsókn á miðvikudaginn og verða fram á sunnudaginn. Það verður æðislegt að fá þær í heimsókn og alls ekki slæmt að fara út að borða nokkrum sinnum, munaður sem stúdentar geta ekki leyft sér án lánstöku. Svo er náttúrulega landsleikur hér 12. október og munu Svíar taka á móti Íslendingum á Råsunda Stadion. Að sjálfsögðu eigum við miða á leikinn og munum fara á leikinn í hópi sænskra vina okkar. Ég er meira að segja búinn að skaffa íslenska landsliðstreyju sem ég mun bera með stolti! (Tek samt með peysu svona ef þeir skyldu nú tapa...) Danni fréttasnápur, ljósmyndari og nýorðinn Kaupmannahafnarbúi kemur á leikinn og tekur myndir fyrir fotbolti.net ásamt því að þiggja gistingu hjá okkur, bara gaman að því.

Nú er þetta komið gott í bili, ætla að enda þetta á einum góðum nördabrandara sem kom fyrir í fyrirlestri um daginn. Ég sat í fyrirlestri í Mekanik II og þegar það var verið að fjalla um "The Rocket Equation" hringdi sími í salnum... Hringitónninn var lagið Spaceman með Babylon Zoo. Mjög fyndið móment.

torsdag, september 08, 2005

Það er svo erfitt að vera námsmaður

måndag, september 05, 2005

Hér átti að koma stórskemmtileg

lýsing á því að ég væri byrjuð í fótbolta en ástin mín eina, prins drauma minna, lokaði netvafranum.

Þið fáið þess vegna ekki að vita meira um þetta mál, ég bendi lesendum á eigið ímyndunarafl til að fylla í eyðurnar.