måndag, december 26, 2005
fredag, december 23, 2005
Ice Ice Baby
Þá erum við komin á klakann og ætlum að njóta lífsins hér í jólafríinu. Engin vinna og ekkert stress, bara afslöppun. Svo munum við halda aftur til Svíþjóðar einhvern tímann á bilinu 6. ~ 10. janúar að öllum líkindum og þar förum við svo í skíðaferð til Åre (sem er besta skíðasvæði Svíþjóðar) þann 14. - 19. janúar, jess!
tisdag, december 20, 2005
torsdag, december 15, 2005
Einnþrírþrírsjö
Það er alltaf jafn gaman þegar maður kíkir óvart á klukkuna og sér að hún er 13:37. Dagurinn verður alltaf einhvern veginn betri þegar þetta gerist.
tisdag, december 13, 2005
Crazy in the brainhouse

Hér kemur nýjasta fréttin. Planið er sem sagt að fara í risaferðalag til Suður-Ameríku árið 2007 og ferðin sem áætlað er að fara í er þessi hér. Hún tekur 16 vikur og er lagt af stað frá Rio í Brazilíu þann 21. febrúar 2007, þaðan er farið niður til Ushuaia í Argentínu og komið er til síðasta áfangastaðar, Quito í Ekvador, þann 12. júní 2007 (sjá kort). Hér er brotabrot af öllu því magnaða sem við munum sjá: