Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

torsdag, januari 26, 2006

Teh 1337 m4ch1n3

Ég pantaði nýja tölvu, eða réttara sagt tölvuhluti núna fyrir nokkrum dögum. Móðurborð, örgjörvi, skjákort og vinnsluminni kemur til mín í byrjun næstu viku. Ég hlakka sko til, það eru yfir 3 ár síðan ég uppfærði tölvuna! Þetta pantaði ég:
  • ASUS A8N-SLI Premium Socket 939 NVIDIA nForce4 SLI ATX AMD Motherboard
  • AMD Athlon 64 X2 4400+ Toledo 1GHz FSB 2 x 1MB L2 Cache Socket 939 Dual Core Processor
  • MSI NX7800GT-VT2D256E Geforce 7800GT 256MB 256-bit GDDR3 VIVO PCI Express x16 Video Card
  • CORSAIR XMS 2GB (2 x 1GB) 184-Pin DDR SDRAM DDR 400 (PC 3200) Unbuffered Dual Channel Kit System Memory Model Twinx2048-3200c2pt
Ég pantaði herlegheitin frá Þýskalandi, verðið er talsvert lægra þar (spara yfir 20.000 kall) og ég þarf ekki að borga neina skatta eða tolla þegar þetta kemur til Svíþjóðar, þökk sé EU! Ohh hvað það verður gaman að leika sér núna.


P.s. ég ætlaði að vera ýkt duglegur og setja inn fullt af myndum en myndasíðan er eitthvað biluð núna

** Update ** Myndir komnar inn!

söndag, januari 22, 2006

Skíði

Ég á eflaust eftir að fara meira á skíði þennan vetur en ég hef gert síðustu... 8 ár? Við vorum í skíðaferð í Åre í síðustu viku og í páskafríinu eru við svo að fara í viku til Bydalen með Matthias þar sem fjölskyldan hans á hlut í einhverjum skíðakofa. Ekki slæmt!


Þarna eru Hulda og Andreas á toppnum. Því miður voru allar þæginlegar leiðir niður lokaðar þannig að byrjandinn Hulda fékk að fara niður erfiðustu brekkuna á svæðinu. Það gekk að lokum :)