Småfolket
Honum Martin félaga mínum finnst ótrúlega fyndið að það séu til Íslendingar sem trúa á huldufólk. Ennþá fyndnara finnst honum að tekið sé tillit till "byggða" þeirra (stundum) þegar byggja á vegi og fleira. Hann tekur oft upp á því að spyrja um småfolket og hvernig sambandi fjölskyldu minnar og þeirra sé háttað eða einhverjum álíka skemmtilegum spurningum. Um daginn vildi hann svo endilega sjá myndir af þessum skrítnu verum þannig að hann byrjaði að googla "småfolket + bilder" osfrv. Ég sagði að hann fyndi ekkert með þessu enda væri huldufólk ekki til (?), ég myndi samt reyna að googla íslenska nafnið á þessu fyrir hann og sjá hvort ég fengi upp einhverjar skemmtilegar myndir. Ég fékk heldur betur upp skemmtilega mynd, haldið þið að það hafi ekki komið upp mynd af pabba þegar ég googlaði "huldufólk", see for yourselves. Við dóum að sjálfsögðu úr hlátri og nú á Martin aldrei eftir að hætta að tala um það hvernig pabbi minn sé einn af småfolket. Þá hættir hann kannski að tala um að glíma sé vinsælasta íþrótt á Íslandi og að hann vilji að ég skori á varmafræðikennarann í glímu...