Éttu Skíttu
Ég og Hulda ætluðum að fá okkur eitthvað gott í Bitabæ um daginn og langaði Huldu í samloku. Bitabær var reyndar étinn af okurbúllunni Aktu Taktu fyrir nokkrum árum en samlokurnar voru ennþá jafn góðar. En já, við stoppuðum sem sagt og Hulda ætlaði að panta sér samlokutilboðið sem hafði verið í gangi, kók og samloka á 399 krónur. Nú var tilboðið búið og Hulda vildi bara fá sér samlokuna (með skinku, osti, ananas og sinnepssósu). Þá fengum við að vita að bara samlokan kostaði 570 kall! 570 íslenskar krónur, hvaða andskotans okur er þetta? 570 kall fyrir tvær brauðsneiðar, ost, auma skinkusneið, hálfa hakkaða ananasskífu og slettu af sinnepssósu. Ætli efniskostnaðurinn sé ekki heilar 50 krónur í mesta lagi? Skítabúlla.