Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

fredag, oktober 29, 2004

Wow wow wow

Bara búið að uppfæra myndasíðuna! Fyrir aftan linkinn á myndasíðuna er meira að segja kominn sniðug athugasemd sem lætur vita hvenær hún var uppfærð síðast. Þá vitið þið alltaf hvenær myndasíðan er uppfærð, hvílík endemis gleði!

måndag, oktober 25, 2004

Gaman í eðlisfræði

Eðlisfræðifyrirlesarinn minn er einstaklega skemmtilegur, hann heitir Göran Manneberg og virðist vita allt um eðlisfræði (í dag fengum við mjög skemmtilega útskýringu á hversu "auðvelt" væri að búa til kjarnorkusprengju). Fyrirlesturinn í dag fjallaði að mestu leyti um segulsvið og þá aðallega um útreikninga sem innihalda segulsvið og notkun á hinni frábæru hægri-handar-reglu. Það sem var svo skemmtilegt var að eftir fyrsta tímann sagði hann að það yrði mikið um "höger hands träning" (útleggst hægri handar æfing á íslensku) í seinni tímanum. Þá hlógu allir strákarnir dátt.

onsdag, oktober 20, 2004

Ég er farin út í búð...

Alltaf skal mér líða eins og sjö ára stelpu í mömmó þegar ég segi þessa setningu.

tisdag, oktober 19, 2004

Íkornar og makkarónur

Þar sem ég gekk heim frá strætóstoppistöðinni í dag varð mér litið upp á svalirnir okkar. Haldið þið ekki bara að ég hafi séð lítinn íkorna skoppa um á handriðinu. Það er gaman að búa í útlöndum.

Annars var ég í fyrsta alvöru háskólaprófinu mínu í gær. 5 langir tímar af eðlisfræði. Mér gekk bara ágætlega held ég, er að vonast eftir hæstu einkunn (sem væri góð tilbreyting frá fyrri eðlisfræðiprófum) en það kemur svosem í ljós á föstudaginn. Lúxus í þessu landi hvað þeir eru snöggir að fara yfir próf og birta einkunnir. Þumlar upp fyrir KTH.

Rosalega er skrítið að vera í svona áfangakerfi. Maður fer bara í tíma, tekur lokapróf og *daddarada* allt búið. Ekkert svona "Nei, þið verðið að geyma bækurnar ykkar og glósur á góðum stað því þið takið svo lokapróf úr faginu eftir þjú ár!" - þetta er ekkert smá mikið auðveldara.

Ég fékk verðlaun í gær fyrir glæstan sigur í makkarónuleik. Vinningurinn var þessi líka dýrindis bakpoki með hólfi fyrir fartölvuna og símann, fylltur með SEB-hálsbands lyklakippum og derhúfu. SEB er semsagt bankinn sem stóð að umræddum leik á skólalóðinni fyrr í haust. Var næstum búin að segja frá þessu afreki mínu á eðlisfræðiprófinu í von um bónusstig þar sem að ég áætlaði fjölda makkaróna í glasinu með hjálp aðferðar sem við lærðum í eðlisfræði. Ég hætti við. Skemmtilegast var þó að í bréfinu -sem bankinn sendi til að láta mig vita af vinningnum og tók svo aftur til baka þegar ég náði í hann- var sko ekkert verið að skafa utan af því: "Til hamingju! Þú varst best." Þar hafið þið það. ÉG er BEST og átti það skriflegt.

Íslendingarnir í KTH ætla að hittast um næstu helgi. Þá fögnum við því að hafa NÆSTUM unnið Svíana um daginn.

onsdag, oktober 13, 2004

Hetjuleg handtaka Stokkhólmslögreglunnar

Eftirfarandi klausa birtist í dagblaði í Svíþjóð í morgun. Hún lýsir hetjulegri handtöku sænsku lögreglunnar á þremur 16 ára strákum sem hafa stundað það undanfarnar vikur að kasta steinum í lestir á kvöldin.

"Vakter från Connex og civilklädda närpoliser gömde sig i torstags i buskarna vid den aktuella platsen og avslöjade pojkarna."

Mér var skemmt.

tisdag, oktober 12, 2004

Kalt

Hér í Svíþjóð er alvöru veður. Það kemur alvöru sumar, alvöru haust, alvöru vetur og alvöru vor. Ekki leiðinlegt haust allan ársins hring með smá breytingum á hitastigi eins og heima. Haustið er greinilega komið, fallegir litir á trjánum og svöl gola. En í morgun var nú eiginlega bara helvíti kalt, það voru í kringum -1°C til -3°C. Það var nú samt tilbreyting að hafa ekki hinn fræga íslenska mótvind á manni alltaf.

Ég bíð bara spenntur eftir alvöru vetri, snjó og svona. Man ekki eftir að hafa upplifað slíkt síðan ég var lítill strákur.

torsdag, oktober 07, 2004

Ég vissi það!

Ég byrjaði í eðlisfræðinni í síðustu viku, voða gaman og allt það. En svo þegar ég sá hvaða bók ég átti að vera með, "University Physics by Harris Benson", hugsaði ég bara djöfullinn! Ég hefði betur lesið þessa fjandans bók á meðan ég var í Verzló. Við áttum sem sagt að kaupa þessa bók fyrir 5. bekk en þurftum í raun aldrei að nota hana þar sem eðlisfræðikennarinn okkar kom með útskýringar og dæmi á íslensku. Afhverju? Afhverju las ég ekki bókina? Afhverju reiknaði ég a.m.k. ekki dæmin? Skyndilega á meðan ég spurði sjálfan mig þessara spurninga og bölvaði, hóf eðlisfræðikennarinn upp raustina; "Það er smá villa á bókalistanum, bókin sem þið eigið að kaupa heitir University Physics eftir Young og Friedmann.". Frábært, þarf ég núna að kaupa mér aðra 7.000 króna eðlisfræðibók? Ó ví. Á meðan ég er að því þá held ég að ég safni bara öllum eðlisfræðikennslubókum sem til eru.

En svo fór ég að hugsa; "Hmm, kannski get ég skipt bókinni...". Ég fór því með bókina í Kårbokhandeln (bókabúð KTH) og sagðist vera með eitt stykki nýja University Physics bók eftir Benson (ég er svo illur) sem ég hefði keypt í staðinn fyrir University Physics eftir Young og Friedmann. Ekkert mál, starfsmaðurinn sagði mér að koma með hana á morgun og ég gæti skipt henni á milli fyrir fullt verð ef hún liti ennþá út sem ný. Viti menn, maðurinn skoðaði bókina næsta dag og samþykkti að taka hana upp í hina bókina á fullu verði. Hahahaha, ég vissi það!
Ég vissi það að það myndi borga sig að lesa ekki University Physics eftir Benson í 5. og 6. bekk VÍ!!


söndag, oktober 03, 2004

Myndir myndir myndir

Jæja þá eru allar myndirnar sem við höfum tekið komnar inn á myndasíðuna. Hún verður svo uppfærð reglulega í framtíðinni þannig að það er bara að fylgjast með. Njótið.

lördag, oktober 02, 2004

Nýtt commentakerfi

Jæja, þá er komið upp svona nýtt commentakerfi, ívið þægilegra. Nú nægir bara að smella á "Comment (0)" og þá poppar upp gluggi þar sem hægt er að skrifa inn eitthvað sniðugt. Ekkert vesen með að pósta "anonymously". Athugið samt að í augnablikinu eru tvö commentakerfi í gangi, það er bara til þess að halda þeim commentum sem nú þegar hafa verið skrifuð inni. Svo þegar gömlu póstarnir fara út af forsíðunni þá eyði ég gamla commentakerfinu út. Fun stuff.