tisdag, mars 29, 2005
måndag, mars 28, 2005
Halló halló
Það er nú aldeilis dautt hérna, ekki er skortur á fréttum samt. Fjölskyldan úr Garðabænum mætti hingað í heimsókn 18. mars og eru hér enn. Rosa gaman. Bílaleigubíll, eða öllu heldur rúta, var tekin á leigu alla ferðina enda var haldið upp í sveit síðasta sunnudag þar sem við höfðum það huggulegt í ekta rauðu og hvítu sænsku sveitahúsi. Það var keyrt út um allar tryssur og allt skoðað. Norrköping, Söderköping, Linköping. Allir kaupstaðirnir þræddir. Loksins kom svo vorið. Þegar við mættum á svæðið var 10 - 15°C frost og við fórum svo heim í rúmlega 10 stiga hita. Stærsta IKEA í heimi var svo tekið á bakaleiðinni, eða a.m.k. stærsta IKEA í mínum heimi. Annars er bara allt gott að frétta og páskafríið er einstaklega ljúft, skólinn byrjar ekki aftur fyrr en 4. apríl. Svo koma vonandi myndir bráðum!
söndag, mars 13, 2005
Barnaefni
Þessi þáttur næst á Íslandi líka svo ef þið vaknið e-n tíman nógu snemma á sunnudagsmorgni þá heitir þátturinn Amigos og er sýndur á SVT2.