Daði og Hulda í Svíþjóð

Sími: 0046-8-7673755 - Heimilisfang: Siggebovägen 3, 18133 Lidingö

tisdag, mars 29, 2005

Back in business

Haldiði ekki að myndasíðan hafi bara ekki verið upp færð rétt í þessu. Ýmsar myndir úr heimsókninni sem við fengum yfir páskana. Stórskemmtilegt. Meðal þess sem hægt er að sjá er hvalurinn, en bílaleigubíllinn fékk það viðurnefni (augljóslega). Fleiri myndir koma vonandi bráðum, sjáum til hvað Sveinbjörn á mikið pláss eftir á sínum frábæra server...

måndag, mars 28, 2005

Halló halló

Það er nú aldeilis dautt hérna, ekki er skortur á fréttum samt. Fjölskyldan úr Garðabænum mætti hingað í heimsókn 18. mars og eru hér enn. Rosa gaman. Bílaleigubíll, eða öllu heldur rúta, var tekin á leigu alla ferðina enda var haldið upp í sveit síðasta sunnudag þar sem við höfðum það huggulegt í ekta rauðu og hvítu sænsku sveitahúsi. Það var keyrt út um allar tryssur og allt skoðað. Norrköping, Söderköping, Linköping. Allir kaupstaðirnir þræddir. Loksins kom svo vorið. Þegar við mættum á svæðið var 10 - 15°C frost og við fórum svo heim í rúmlega 10 stiga hita. Stærsta IKEA í heimi var svo tekið á bakaleiðinni, eða a.m.k. stærsta IKEA í mínum heimi. Annars er bara allt gott að frétta og páskafríið er einstaklega ljúft, skólinn byrjar ekki aftur fyrr en 4. apríl. Svo koma vonandi myndir bráðum!

söndag, mars 13, 2005

Barnaefni

Er að horfa á barnaefnið á sænskri sjónvarpsstöð. Þættinum svipar til Pílu á margan hátt, nema hvað þáttastjórnandinn er fyndnari, þrautirnar klikkaðri og allur þátturinn í raun súrari. Þáttastjórnanndinn er í bláum jakkafötum, gógó-stelpurnar í rauðröndóttum sokkabuxum og bolum og svörtum stuttum pilsum. Áðan fékk eitt liðið séns á bónusspurningu, 10 stig ef þær svöruðu rétt en ef þeim mistækist þá átti e-ð vandræðalegt að gerast. Að sjálfsögðu var spurningin allt of erfið til að stelpurnar, uþb. 10 ára, ættu nokkurn séns, stjórnandinn öskrar "PINSAMT" og inn á sviðið æðir pabbi einnar og spilar á luftgitar. Það er langt síðan ég hef hlegið jafn mikið.

Þessi þáttur næst á Íslandi líka svo ef þið vaknið e-n tíman nógu snemma á sunnudagsmorgni þá heitir þátturinn Amigos og er sýndur á SVT2.

fredag, mars 11, 2005

Páskafrí

Óóójá! Ég er kominn í páskafrí og byrja ekki aftur í skólanum fyrr en 4. apríl. Ljúft, ljúft, ljúft. Kerfið hérna virkar sem sagt þannig að páskafríið sjálft er í raun bara í 12. viku (20. - 27. mars) en vikur 11 og 13 (þetta hljómaði asnalega, vikur 11 og 13?) eru prófavikur. En þar sem ég er ekki að taka nein próf á þessum tíma þá er maður bara í fríi. Svona er þetta helvíti sniðugt, ha.

tisdag, mars 08, 2005

Norður og niður

Ég kveikti á sjónvarpinu um daginn og stillti á finnsku rásina. Haldiði að þessi gæðarás hafi bara ekki verið að sýna íslenska þáttinn Út og Suður. Ég held að þeir hafi verið búnir að tala við allt leiðinlega fólkið í Finnlandi og snúið sér því til Íslands. Grímur bóndi á Afskekktustöðum í Vatnadalshreppi er nýjasta hittið í finnsku sjónvarpi.

måndag, mars 07, 2005

Hressandi...

Það er alltaf hressandi að setjast niður, opna pennaveskið, uppgötva að strokleðrið er ekki á sínum stað, líta upp og taka við fimm tíma eðlisfræðiprófi frá góðlegri gamalli konu.

onsdag, mars 02, 2005

Sideways

Jæja, ég ákvað loksins að sjá þessa mynd um daginn eftir að hafa heyrt mjög góða hluti um hana. Myndin reyndist vera leiðinleg. Ég þurfti að klára hana í tveimur pörtum af því ég nennti ekki að horfa á meira eftir fyrri helminginn. Síðari helmingurinn var þó mun betri en guð minn góður hvað ég var að drepast úr leiðindum á köflum, sérstaklega í fyrri hlutanum. Þessi mynd hreif mig ekkert með sér, mikil vonbrigði.